spot_img
HomeFréttirTæpur 14 milljón króna rekstrarhalli KKÍ árið 2006

Tæpur 14 milljón króna rekstrarhalli KKÍ árið 2006

22:09

{mosimage}

(Frá þingstörfum að Flúðum í kvöld)

Fram kom í máli Eyjólfs Þórs Guðlaugssonar, gjaldkera KKÍ í kvöld á ársþingi sambandsins að rekstrarhalli Körfuknattleikssambands Íslands fyrir árið 2006 hefði verið 13.926.402 krónur eða tæpar 14 milljónir. Eyjólfur sagði í samtali við Karfan.is að miðað við veltu væri þetta allt of há tala og að verulega þyrfti að taka á fjármálum sambandsins til þess að ná aftur tökum á ástandinu.

 

,,Við erum að reyna að fá fjársterka styrktaraðila til að aðstoða okkur í þessu en það hefur ekki gengið nægilega vel. Það er enginn uppgjafartónn í okkur en við þurfum að herða ólina og leggja harðar að okkur,” sagði Eyjólfur. Í ljósi rekstrarhallans hefur tillaga þess efnis verið lögð fyrir ársþingið að hækka þátttökugjöld félagsliða í Íslandsmóti um 30%.

 

,,Tekjur fyrir KKÍ af þátttökugjöldum á síðustu leiktíð voru rúmar 10 milljónir en verði tillagan samþykkt á morgun, laugardag, munu þær fara upp í um 13 milljónir króna alls,” sagði Eyjólfur og bætti því við að ef þátttökugjöldin yrðu hækkuð myndi sú hækkun engu að síður hvergi komast nálægt þátttökugjöldum í körfuknattleik sem innt eru af hendi í öðrum löndum.

 

Mikið var rætt um það á þinginu hve tregablandin sú ákvörðun hefði verið að senda ekki íslensk unglingalandslið í Evrópukeppni og sagði Eyjólfur að ríkisvaldið þyrfti þar að koma við sögu. ,,Viðurkenndar stærri keppnir yngri landsliða eiga að vera kostaðar af ríkisvaldinu, þannig er málum háttað í flest öllum öðrum löndum. Við fengum á okkur mikla gagnrýni fyrir að leggja Evrópukeppnina af hjá yngri landsliðunum en við urðum að hætta við hana eða hætta á það að fara hreinlega á hausinn. Við verðum að sýna ábyrgð í þessu máli og því miður varð þetta niðurstaðan,” sagði Eyjólur.

 

Tekjur KKÍ árið 2006 voru rétt rúmar 50,5 milljónir en útgjöld voru tæpar 58 milljónir og þar inní komu 2,6 milljónir frá ríkisvaldinu og var það í fyrsta sinn sem KKÍ fær beinan fjárstyrk frá hinu opinbera. Áberandi var á máli manna á þinginu í kvöld að framlag ríkisvaldsins væri vel þegið en hvergi nærri nóg ef halda á úti keppni með viðunandi árangri á alþjóðavettvangi.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -