Sundsvall vann í gærkvöldi nauman 99-97 heimasigur í sænsku úrvalsdeildinni þegar Uppsala Basket kom í heimsókn. Framlengja varð leikinn og auk stiganna tveggja þá var önnur gleðifrétt á ferðinni því Ægir Þór Steinarsson var mættur í búning á nýjan leik og gerði fimm stig fyrir Sundsvall.
Hlynur Bæringsson byrjaði á því að tryggja Sundsvall framlengingu er hann jafnaði metin 90-90 með sóknarfrákasti þar sem hann blakaði boltanum í körfuna þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Í framlengingunni var staðan 97-97 þegar tíu sekúndur voru til leiksloka þar sem Uppsala höfðu sett niður þrist. Sundsvall hélt í næstu sókn þar sem Jakob Örn Sigurðarson tryggði sigurinn með stökkskoti og þar við sat og fjarri því í fyrsta sinn sem Jakob kemur Sundsvall úr klípu.
Jakob Örn gerði 14 stig í leiknum, Hlynur var með 6 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar og Ægir Þór gerði 5 stig og var með 3 stolna bolta.
Staðan í sænsku deildinni
| Nr | Lag | M | V | F | P | PG/MP | PPM/MPPM | Hemma V/F | Borta V/F | Hemma PPM/MPPM | Borta PPM/MPPM | Senaste 5 | Senaste 10 | I rad | Hemma +/- i rad | Borta +/- i rad | JM |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | SÖD | 26 | 23 | 3 | 46 | 2254/1900 | 86.7/73.1 | 12/1 | 11/2 | 89.4/71.5 | 84.0/74.7 | 5/0 | 9/1 | +7 | +3 | +8 | 2/2 |
| 2. | BOR | 25 | 22 | 3 | 44 | 2270/2063 | 90.8/82.5 | 11/1 | 11/2 | 90.6/79.5 | 91.0/85.3 | 2/3 | 7/3 | -3 | -1 | -2 | 5/1 |
| 3. | NOR | 25 | 16 | 9 | 32 | 2012/1876 | 80.5/75.0 | 12/0 | 4/9 | 84.2/71.4 | 77.1/78.4 | 4/1 | 5/5 | +4 | +12 | +1 | 4/2 |
| 4. | SUN | 26 | 15 | 11 |
|



