Liðsmenn Kornsár sigraði í gærkvöldi í firma- og félagahópakeppni Vals í körfuknattleik en mótið hefur farið fram síðustu ár með fínni þátttöku. Um 80 manns tóku þátt í gærkvöldi í 12 liðum þar sem Kornsá fór með sigur af hólmi eftir úrslitaleik gegn liði Reiknistofu bankanna.
Fyrrum leikmenn í úrvalsdeild létu ljós sitt skína en hafa vafalítið verið í betra formi enda mótið ætlað fyrir þá leikmenn sem eru af léttasta skeiði. Þrátt fyrir að margir mættu muna fífil sinn fegurri höfðu sumir engu gleymt og troðslur ásamt öðrum skemmtilegum tilþrifum litu dagsins ljós.
Karfan.is ræddi við Vaslarann Torfa Magnússon um Valsmótið en Torfi er einn af skipuleggjendum mótsins og klæddist því ekki búning á mótinu enda í mörg horn að líta. Hann sagðist spila eitthvað lítið í dag og þegar hann spilaði þá væri það í litlum sal! Sjá viðtal við Torfa á Karfan TV



