spot_img
HomeFréttirTæp fimm ár frá grænum sigri í Röstinni

Tæp fimm ár frá grænum sigri í Röstinni

Njarðvíkingum hefur undanfarin ár orðið lítt ágengt með Grindvíkinga en síðasti sigur Njarðvíkinga á Íslandsmótinu í Röstinni kom þann 23. október 2009. Það eru því tæp fimm ár síðan Njarðvíkingar fögnuðu úti í Grindavík.
 
 
Nú til að bæta gráu ofan á svart þá er jafnvel enn lengra síðan Njarðvíkingar höfðu sigur gegn Grindavík í Ljónagryfjunni á Íslandsmótinu en það gerðist síðast þann 18. mars 2008 eða fyrir réttum sex árum síðan.
 
Undanúrslitarimma liðanna hefst nú eftir örstuttastund í Röstinni þar sem Grindvíkingar hafa heimavallarréttinn.
 
Mynd/ [email protected] – Logi Gunnarsson og Njarðvíkingar freista þess að finna sinn fyrsta sigur gegn Grindvíkingum í háa herrans tíð. 
Fréttir
- Auglýsing -