Systurnar Emma Sóldís og Matilda Sóldís hafa á nýjan leik samið við Hamar/Þór í Bónus deild kvenna.
Emma Sóldís kom til Hamars/Þórs úr bandaríska háskólaboltanum á síðustu leiktíð og gerði vel á vellinum þangað til hún sleit krossband, en samkvæmt tilkynningu félagsins mun hún vera byggja sig upp fyrst um sinn á komandi tímabili, en engin dagsetning er gefin með hvenær hún verður farin að spila aftur. Mathilda Sóldís verður hinsvegar með frá fyrsta leik, en hún var að leika í fyrsta skipti í Bónus deildinni á síðustu leiktíð.