spot_img
HomeFréttir"Sýndum það í kvöld að það er mikil breidd hjá okkur"

“Sýndum það í kvöld að það er mikil breidd hjá okkur”

Þór lagði Álftanes í Forsetahöllinni í kvöld í 16. umferð Subway deildar karla, 94-104. Eftir leikinn er Þór í 2.-4. sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Njarðvík og Keflavík á meðan að Álftanes eru í 6. sætinu með 18 stig.

Hérna er meira um leikinn

Kjartan Atli spjallaði við Körfuna eftir leik.

Þú ert varla mjög ósáttur með þína menn þrátt fyrir tap…? Þú ert ekki ósáttur með baráttuna, framlag leikmanna og tæplega með sóknarleik liðsins…en þið tapið samt?

Já…vel orðað! Það er spurning hvaða kröfur við getum gert á vörnina okkar þegar við erum svona að tjasla okkur saman, það er stóra spurningin. Það voru flottar frammstöður þarna hjá mörgum leikmönnum og við tökum það með okkur áfram. 

Einmitt, mig langar til að nefna Eystein Bjarna…samkvæmt mínu takmarkaða viti finnst mér eins og hann sé betri en hann hefur oft sýnt, en hann hefur átt nokkra fína leiki í vetur og leikurinn í kvöld var bara flottur hjá honum…?

Þeir sem eru í kringum liðið kalla hann díselvélina…í fyrstu deildinni í fyrra þá tókum við áhlaup á deildina einmitt á þessum tíma, í janúar og fram í marsmánuð, þar sem hann átti 13-14 leiki í röð þar sem hann var á milli 18 og 30 í framlag! Hann hefur áhrif á leikinn á marga vegu og í kvöld var hann bara virkilega flottur. Hann er fínasta skytta, skaut 36% á síðustu leiktíð fyrir utan þriggja stiga línuna þannig að við erum mjög ánægð með Eystein. Hann hefur átt erfitt tímabil í vetur, hann hefur annað hvort verið meiddur eða veikur eða að jafna sig eftir veikindi eða meiðsli í allan vetur! Þegar hann var að komast á flug þá veiktist hann í annað sinn illa í vetur…sem er skrýtið því hann er landsbyggðarmaður!

Já..tek heilshugar undir það…þetta er eitthvað mjög furðulegt!

Já! En Eysteinn er toppmaður!

Akkúrat. En ef við reynum að ræða þennan leik aðeins nánar…hvað gerir það að verkum að þið missið tökin á þessu þarna einhvers staðar í þriðja og missið þá 10-15 framúr?

Körfubolti snýst um það að framkvæma í vörn og sókn og Þórsararnir einfaldlega framkvæmdu sína hluti mjög vel á tíma á meðan við vorum ekki alveg í takti…þeir eru einfaldlega það gott lið að þeir ná þá að síga framúr, settu stór skot, og þegar þeir detta í gang fyrir utan þriggja stiga línuna þá er ansi erfitt að eiga við þá. Þetta Þórslið var bara gott í kvöld.

Einmitt…þeir geta verið ansi fljótir að hendu niður einhverjum 10 stigum…þetta er eins og gengur…

Já…það opnaðist vörnin okkar nokkrum sinnum og ég er ósáttari við skotin sem þeir fengu nálægt körfunni. En svo má benda líka á fjölda frákasta en þeir tóku 10 fráköst meira en við.

Það munar um það heldur betur. Ég verð svo auðvitað að spyrja þig út í Ville og Hauk sem voru ekki með í kvöld…

Þetta er búið að vera bara svolítið þreytt…við höfum ekki verið með fullskipað lið í 2 leiki í röð og þá meina ég í fremri enda róteringarinnar. Svo vantaði heila fjóra lykilmenn á móti Blikum um daginn. Það eru auðvitað öll lið að díla við svona en janúar hefur verið ansi þungur og þetta heldur nú áfram með því að Haukur lenti í árekstri og hefur verið stífur í bakinu og hálsinum. Þetta hefur haft svolítil áhrif á okkur en það er bara partur af þessu og við sýndum það í kvöld að það er mikil breidd hjá okkur. Þegar við höfum náð að stilla saman strengi okkar þá er maður bara bjartur og vongóður.

Hvað með Ville, er langt í hann?

Nei…meira svona varúðarráðstöfun að hvíla hann í kvöld. Hann fékk tak í bakið í Grindarvíkurleiknum í deildinni og hefur svo bara verið að fara þetta á þrjóskunni. Við viljum bara ná honum góðum.

Að lokum…á Álftanes enn mögulega á að ná í 4. eða 3. sæti?

Þessi deild er bara svo kaotísk…!

Jájá…erfitt að segja…bara safna stigum…?

Já…við verðum bara að hugsa um einn leik í einu…ég er ekki kominn svona langt sko. Við eigum Hamar í næsta leik og það fer bara allur fókus á það núna.

Fréttir
- Auglýsing -