Níunda umferð Bónusdeildar kvenna hófst í kvöld, þegar Stjarnan tók á móti Valskonum. Stjarnan hefur verið á miklu skriði undanfarið og unnið 4 leiki í röð en Valur hefur komið sér fyrir í annað sætið eftir góða sigra í tveimur síðustu leikjum sínum.
Leikurinn varð í raun aldrei spennandi, Valskonur náðu mjög góðu forskoti í fyrri hálfleik, sem lagði grunninn af góðum sigri þeirra, 68-88.
Karfan spjallaði við Jamil Abiad þjálfara Vals eftir leik í Ásgarði.



