spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSylvía Rún til Akureyrar

Sylvía Rún til Akureyrar

Akyreyringar fengu gríðarlegan liðsstyrk á dögunum þegar Sylvía Rún Hálfdánardóttir skrifaði undir samning við liðið. Þór Ak leika i 1. deild kvenna og ætla sér greinileg stóra hluti.

Sylvía Rún Hálfdanardóttir lék með Stjörnunni fyrir hluta síðasta tímabils. Hún er tuttugu ára bakvörður sem hefur verið einn efnilegasti leikmaður landsins. Hún var valinn í úrvalslið EM U18 fyrir tveimur árum auk þess sem hún á að baki nokkra A-landsleiki.

Þá skrifuðu tveir ungir leikmenn undir samning við liðið á sama tíma, þær Belinda Ber Jónsdóttir og Kolfinna Jóhannsdóttir og segir á heimasíðu Þór Ak:

Belinda Berg Jónsdóttir undirritaði nýjan samning sem er í raun framlenging á eldri samning frá hausti 2017. Belinda er 18 ára 165 cm bakvörður spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki í sigurleik gegn Ármanni 30. september 2017.

Kolfinna Jóhannsdóttir er 16 ára gömul og spilar sem framherji. Kolfinna er ein fjölmargra ungra leikmanna sem kemur upp úr yngri flokka starfi Þórs sem eru að skila sér upp í meistaraflokk.  Kolfinna fékk að spreyta sig í sínum fyrsta leik með meistaraflokki gegn Fjölni í oddaleik liðanna í úrslitakeppninni á síðasta tímabili, leik sem fram fór í Síðuskóla. Kolfinna var að skrifa  undir sinn fyrsta samning við Þór.

Fréttir
- Auglýsing -