spot_img
HomeFréttirSvona líta deildirnar út á næsta tímabili

Svona líta deildirnar út á næsta tímabili

Nú liggur fyrir hvernig úrvalsdeildirnar og 1. deild karla sem og 1. deild kvenna munu líta út á næstu leiktíð. Það vekur athygli að bræðraliðin Fjölnir og Vængir Júpíters munu deila saman leikvelli í Dalhúsum þegar hefja sína baráttu í 1. deildinni næsta haust.
 
Úrvalsdeild karla
 
Félög séra Friðriks, þau Haukar og Valur leika í Domino´s deildinni á næstu leiktíð og taka þar sætin af Tindastól og Fjölni. Haukar höfðu sigur í 1. deildinni og Valur vann úrslitakeppnina.
 
Úrvalsdeild karla verður því þannig skipuð næsta tímabil:
 
Grindavík
Þór Þorlákshöfn
Snæfell
Stjarnan
Keflavík
Njarðvík
KR
Skallagrímur
ÍR
KFÍ
Haukar
Valur
 
Úrvalsdeild kvenna
 
Það kom í hlut Fjölniskvenna að falla niður í 1. deild þetta árið og þeirra stað taka Hamarskonur í Domino´s deild kvenna á næstu leiktíð. Úrvalsdeild kvenna verður því þannig skipuð næstu leiktíð:
 
Keflavík
Snæfell
KR
Valur
Haukar
Grindavík
Njarðvík
Hamar
 
1. deild karla
 
Útlitið á 1. deild karla á næstu leiktíð liggur fyrir, Mostri og Vængir Júpíters munu koma upp í deildina en þessi tvö lið leika til úrslita í 2. deild karla um helgina og þátttaka þeirra í úrslitaleiknum sjálfum tryggir báðum liðum sæti í 1. deildinni á næstu leiktíð.
 
Þegar lá fyrir að Fjölnir og Tindastóll myndu yfirgefa úrvalsdeildina og leika í 1. deild á næsta tímabili. Hér að neðan má svo sjá hvernig 1. deildin verður skipuð á næstu leiktíð:
 
1. deild karla
Fjölnir
Tindastóll
Hamar
Höttur
Þór Akureyri
Breiðablik
FSu
ÍA
Mostri
Vængir Júpíters
 
Féllu úr úrvalsdeild: Fjölnir og Tindastóll
Komu upp úr 2. deild: Mostri og Vængir Júpíters
 
Vængir Júpíters og Fjölnir munu bæði leika í Dalhúsum á næstu leiktíð en það er engum ofsögum sagt að Vængir Júpíters séu runnir undan rifjum Fjölnis og því von á ansi athyglisverðum bræðraslag á næstu leiktíð þegar liðin mætast í Dalhúsum. Þrjú lið í höfuðborginni verða í 1. deild, ekkert af Suðurnesjum en önnur dreifast hringinn í kringum landið, Hveragerði, Selfoss, Egilsstaðir, Akureyri, Skagafjörður, Snæfellsnes og Akranes.
 
1. deild kvenna
 
Fjölniskonur koma inn í 1. deild kvenna og sé tekið mið af nýlokinni leiktíð í deildinni þá verður hún svo skipuð á næsta tímabili:
 
Fjölnir
Stjarnan
KFÍ
Fjölnir b
Breiðablik
Skallagrímur
Þór Akureyri
Grindavík b
Laugdælir
 
  
Fréttir
- Auglýsing -