spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSvipuð framlög ólíkra leikmanna - Kristófer Gíslason að skila svipuðum tölum og...

Svipuð framlög ólíkra leikmanna – Kristófer Gíslason að skila svipuðum tölum og Pablo Bertone

Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.

Með Máté í þessum síðasta þætti eru sunnlendingurinn Hraunar Karl Guðmundsson og sá raunverulegi Tómas Steindórsson.

Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í fyrstu deild karla.

Eitt af því sem þáttastjórnandi Máte og gestir hans þessa vikuna gera í þættinum er að bera saman leikmenn með tilliti til tölfræði. Umræðuna er hægt að hlusta á í upptökunni, en hér fyrir neðan er hægt að sjá tölfræðilínur þeirra leikmanna sem þeir bera saman.

Nokkuð áhugaverðar staðreyndir sem koma fram í þættinum. Líkt og líkindi tölfræði Sigurðar Péturssonar hjá Álftanesi og Styrmis Jónassonar hjá nýliðum ÍA, þar sem Sigurður er að skila 11 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í leik á meðan Styrmir er með 13 stig og 3 fráköst.

Líkt og sjá má hér fyrir neðan er fleira um áhugaverða samanburði, líkt og líkindi tölfræðilínu Aleksa Jugovic hjá KR og Hauks Helga Briem Pálssonar hjá Álftanesi og Marek Dolezaj úr Ármanni annarsvegar og Kristófer Acox hjá Val hinsvegar.

Fréttir
- Auglýsing -