Póstmót Breiðabliks fór fram í Smáranum og í Kársnesskóla í Kópavogi um helgina en samkvæmt mótshöldurum ku þetta vera stærsta Póstmótið til þessa.
Fjöldi framtíðarleikmanna sýndi sínar bestu hliðar á mótinu sem gekk vel fyrir sig og ljóst að Blikar voru vel skipulagðir. Þá var dómgæslan góð á mótinu og dómarar leikjanna duglegir við herða á sumum atriðum leiksins sem vilja skolast til hjá yngstu kynslóðinni þegar kappið er sem mest.



