Íslandsmeistarar Hauka tryggðu sig áfram í undanúrslit Subwaybikarsins í kvöld með 61-84 útisigri gegn Snæfell í 8-liða úrslitum keppninnar. Heather Ezell fór enn einu sinni á kostum með þriðju þrennunni sinni í röð.
Ezell gerði 23 stig tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í Haukaliðinu en hjá Snæfell var Sherell Hobbs með 25 stig og 11 fráköst.



