Real Madrid tók 1-0 forystu í undanúrslitaeinvíginu gegn CAI Zaragoza í gærkvöldi. Heimamenn voru oftar en ekki skrefinu á undan en glæsitilþrif hjá Rudy Fernandez gætu orðið þeim dýrkeypt þar sem hann fór meiddur af velli eftir „alley-up“ troðslu. Í svipmyndunum bregður Jóni Arnóri m.a. fyrir þar sem hann skellir þrist yfir Madrídinga.