Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Vilníus í Litháen.
Með öruggum 25 stiga sigri gegn Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar, 71-96, tryggði Ísland sig áfram í átta liða úrslit keppninnar.
Best í liði Íslands í dag var Kolbrún María Ármannsdóttir með 23 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Þá voru Emma Snæbjarnardóttir með 16 stig, 4 fráköst, 6 stoðsendingar, 5 stolna bolta og Hulda María Agnarsdóttir með 18 stig, 4 fráköst og 4 stolna bolta.
Ekki er komið á hreint hvaða liði Ísland mun mæta í átta liða úrslitum, en sá leikur liðsins verður komandi föstudag 11. júlí.



