spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Svífa upp heimslistann eftir góðar frammistöður í Póllandi

Svífa upp heimslistann eftir góðar frammistöður í Póllandi

Heims- og Evrópulisti FIBA var uppfærður nú á dögunum.

Síðast var listinn uppfærður í mars á þessu ári, en á honum fer Ísland upp um fjögur sæti og er nú 46. sterkasta þjóð í heiminum. Á Evrópulistanum er Ísland í 24. sæti og fer þar upp um tvö sæti, þar sem þeir voru í 26. sæti á listanum í mars.

Efst á listanum sem áður eru Bandaríkin, en það er þó nokkur hreyfing á efstu liðum, þar sem heims- og Evrópumeistarar Þýskalands færast upp fyrir Serbíu og eru nú í öðru sætinu. Þeir eru þar af leiðandi efstir á Evrópulistanum, en á eftir þeim koma Serbía í öðru sæti, Frakkland þriðja, Spánn í fjórða og Litháen er fimmta sterkasta þjóð álfunnar. Af þeim 10 þjóðum sem efstar eru á heimslistanum eru fimm Evrópuþjóðir.

Stigagjöf þessa lista er ansi flókin, en samkvæmt rannsóknarvinnu Körfunnar eru það sigrar og töp á stórmótum sem skipta langsamlega mestu máli. Íslenska liðinu hefði því líklega tekist að fara enn ofar hefðu þeir náð að vinna leik eða tvo á lokamóti EuroBasket nú í haust. Það er þó ekki þannig að aðeins sé greint milli sigurleikja og tapleikja, þar sem Ísland var í nokkrum spennandi leikjum sem töpuðust með litlum mun fær liðið aukin stig og er það þessvegna sem þeir færast þó upp um fjögur sæti í heild og tvö sæti á Evrópulistanum.

Næstu leikir íslenska liðsins eru nú í lok nóvember, en þá hefur liðið leik í undankeppni heimsmeistaramótsins 2027.

Hérna má sjá heimslista FIBA

Fréttir
- Auglýsing -