spot_img
HomeFréttirSvíarnir hefndu ófaranna frá því í fyrrakvöld

Svíarnir hefndu ófaranna frá því í fyrrakvöld

{mosimage}

Íslensku 16 ára liðin máttu bæði sætta sig við stór töp gegn Svíum á Norðurlandamóti unglinga í kvöld. Stelpurnar töpuðu með 40 stiga mun, 34-74, en strákarnir með 44 stiga mun, 45-89 en þeir voru þar að leika sinn annan leik í dag. 18 ára liðin hafa unnið báða sína leiki en 16 ára liðin hafa tapað báðum sínum leikjum.

Stelpurnar í 18 ára liðinu unnu auðveldan sigur á Norðmönnum í kvöld, 82-47, og hafa þar með unnið báða leiki sína á mótinu.Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 9-0 eftir fjögurra mínútna leik. Þær norsku vöknuðu til lífsins í stöðunni 11-2 og skoruðu þá 11 stig gegn aðeins 2 íslenskum stigum næstu fjórar mínúturnar og minnkuðu muninn í 15-13. Þær náðu svo að minnka muninn enn niður í eitt stig við leikhlutaskiptin, 2ö-19. Eftir brösuga byrjun í öðrum leikhluta, skildu leiðir endanlega í stöðunni 25-23. Íslensku stelpurnar skoruðu næstu 12 stig og leiddu með 12 stigum í hálfleik, 39-27.
Í seinni hálfleik var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Stelpurnar skoruðu 24 stig gegn aðeins 5 stigum norsku stúlknanna í leikhlutanum. Sigurinn var aldrei í hættu í fjórða leikhluta og endaði eins og áður sagði 82-47. Munurinn í leiknum varð mestur undir lok fjórða leikluta, 36 stig, en endaði í 34 stigum.

Ísland-Noregur 81-47 (20-19, 39-27, 63-33)
Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 23 (7 fráköst, 4 stolnir, 8 stoðsendingar, 2 varin, 9/11 í skotum), Bryndís Guðmundsdóttir 19 (8 fráköst), María Ben Erlingsdóttir 12 (5 fráköst), Ragnheiður Theodórsdóttir 6 (4 fráköst, 3 stolnir), Sigrún Ámundadóttir 6 (9 fráköst), Bára Fanney Hálfdanardóttir 5, Bára Bragadóttir 3, Ingibjörg Skúladóttir 3, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2 (2 varin, 3 stoðsendingar), Hrönn Þorgrímsdóttir 2, Unnur Tara Jónsdóttir 1 (3 fráköst, 3 stolnir). Margrét Kara Sturludóttir skoraði ekki en stal 4 boltum og átti 3 stoðsendingar.

Stelpurnar í 16 ára liðinu áttu erfitt uppdráttar gegn sterku liði Svía í kvöld og töpuðu 34-74. Stelpurnar hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum og framundan er síðan erfiður dagur á morgun þar sem liðið mætir bæði Norðmönnum og Finnum. Svíarnir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 0-20 áður en íslensku stelpurnar náðu að svara fyrir sig. Það gekk ekkert upp hjá íslensku stelpunum, en þær hittu aðeins úr 1 skoti af 17 í fyrsta leikhluta. Svíarnir héldu uppteknum hætti í upphafi annars leikhluta og komust í 2-28 áður en stelpurnar náðu að svara fyrir sig með fimm stigum í röð. Svíarnir kláruðu svo leikhlutann með 3-10 áhlaupi. Seinni hálfleikurinn var talsvert betri hjá íslensku stelpunum, sem höfðu virkað smeykar við þær sænsku í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir betri körfubolta, þá héldu Svíarnir áfram að auka muninn og leiddu með 39 stigum í lok leikhlutans. Mestur varð munurinn 44 stig í upphafi fjórða leikhluta, 19-63, en þá röknuðu íslensku stelpurnar loks við sér, kláruðu leikhlutann af miklum krafti og spiluðu bestu 9 mínútur sínar fram til þessa á mótinu. Sænska liðið vann þó leikhlutann með einu stigi, 15-16 og leikinn þar með 34-74.

Ísland-Svíþjóð 34-74 (2-22, 11-38, 19-58)
Stig Íslands: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 9 (6 fráköst), Hafrún Hálfdánardóttir 9 (6 fráköst), Ingibjörg Jakobsdóttir 5 (4 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Klara Guðmundsdóttir 4, Guðný Gígja Skjaldardóttir 2 (4 fráköst), Helena Hólm 2, Alma Rut Garðarsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1 (4 fráköst).

Strákarnir í 16 ára liðinu máttu sín lítils gegn geysisterku liði Svía sem vann leik liðanna með 44 stigum, 89-45, í fimmta og síðasta leik íslensku liðanna í dag. Þetta var annar leikur íslenska liðsins í dag og strákarnir áttu engin svör við stóru liði Svía. Íslenska liðið byrjaði leikinn þá vel, komst í 7-3 og 11-7 en Svíarnir voru komnir 7 stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 14-21 og leiddu með 27 stigum í hálfleik, 21-48. Svíarnir skoruðu síðan 7 fyrstu stig seinni hálfleiks og eftir það var aldrei spurning um hvernig færi. Íslensku strákarnir náðu ekki að fylgja eftir góðum leik gegn Finnum fyrr um daginn enda ekkert grín að mæta tveimur sterkustu körfuboltaþjóðum Norðurlanda sama daginn.

Ísland-Svíþjóð 45-89 (14-21, 21-48, 34-69)
Stig Íslands: Snorri Páll Sigurðsson 8 (4 fráköst), Örn Sigurðarson 8 (öll á fyrstu 5 mínútunum, 4 fráköst), Þorgrímur Guðni Björnsson 6 (9 fráköst, 16 mínútur), Pétur Jakobsson 5, Sigmar Björnsson 5, Arnþór Freyr Guðmundsson 4, Víkingur Ólafsson 3, Sigurður Ólafsson 2, Guðmundur Auðun Gunnarsson 2, Hjörtur Halldórsson 2.

kki.is

Fréttir
- Auglýsing -