spot_img
HomeFréttirSvíar og Þjóðverjar Evrópumeistarar

Svíar og Þjóðverjar Evrópumeistarar

8:00

{mosimage}

Sænska hjólastólakörfuboltalandsliðið 

 

Svíar urðu í gær Evrópumeistarar í hjólastólakörfubolta en Evrópumótið hefur farið fram í Þýskalandi undanfarna daga. Svíar sigruðu Breta í úrslitaleik 76-66 og var Joachim Gustavsson stigahæstur Svía með 21 stig en Terry Bywater skoraði mest fyrir Bretana eða 24 stig.

{mosimage}

 

 

Þýsku stúlkurnar vörðu titil sinn 

Þýsku stúlkurnar vörðu titil sinn í kvennaflokki en þær léku til úrslita gegn Hollandi, leikar fóru 61-35. Þessar tvær þjóðir eru þær einu sem sigrað hafa á Evrópumótum frá upphafi en þetta var níunda Evrópumótið. Marina Mohnen skoraði mest þýsku stúlknanna, 17 stig en fyrir þær hollensku skoraði Carina Versloot 11 stig. 

Í karlaflokki voru 12 lið og var þeim skipt í tvo riðla en í kvennaflokki voru 6 lið. 

Þetta er í fyrsta skipti sem Svíar vinna titilinn en Frakkar eru sú þjóð sem oftast hefur unnið titilinn á þeim 18 Evrópumótum sem farið hafa fram. 

[email protected] 

Myndir: www.eurobasketball2007.de

Fréttir
- Auglýsing -