spot_img
HomeFréttirSverrir Þór: Þeir pökkuðu okkur saman

Sverrir Þór: Þeir pökkuðu okkur saman

 
„Nei þetta var bara skelfilegt, við mættu ekki í leikinn” sagði Sverrir Þór Sverrisson þegar Karfan.is náði í hann að leikslokum eftir stórt tap Keflavíkur í oddaleiknum gegn Snæfell.
„Þeir pökkuðu okkur saman á okkar eigin heimavelli og við bara skemmdum að þetta yrði alvöru úrslitaleikur. Þeir áttu þetta frá A-Ö og eru vel að þessu komnir.“
 
Snæfellingar byrjuðu leikinn með miklum látum, voru snemma komnir með 10 stiga forystu og skoruðu 37 stig í fyrsta leikhluta. Sverrir sagði að góð byrjun þeirra og eftirfylgni hafi verið lykillinn að sigri þeirra.
 
„Þeir byrjuðu frábærlega og fylgdu því svo eftir. Þeir slökuðu ekkert á. Við vorum svo rosalega á hælunum að við áttum aldrei séns.”
 
Sverrir var hreint út sagt gáttaður á leik sinna manna. „Ég er búinn að vera lengi í þessu en vá. Ég man varla eftir svona og ekki í svona mikilvægum leik.”
 
„Ég veit ekkert hvað maður gerir. Hvort maður láti þetta bara gott heita. Það fer að líða á seinni hlutann hjá manni það er frekar líklegt að maður fari bara að snúa sér að þjálfun og hvíli sig á spilamennskunni,” sagði Sverrir aðspurður að því hvort að hann ætlaði að halda áfram að dansa á parketinu.
 
Viðtal: [email protected]  
 
Ljósmynd: Sölvi LogasonSverrir ásamt liðsfélögum sínum í Keflavíkurliðinu með silfurverðlaunin.
Fréttir
- Auglýsing -