spot_img
HomeFréttirSverrir Þór: Höfum æft vel síðan mótið kláraðist hér heima

Sverrir Þór: Höfum æft vel síðan mótið kláraðist hér heima

Íslenska A-landsliðið heldur til Noregs á morgun þar sem það keppir á Norðurlandamótinu en það eru heimamenn í Noregi sem verða okkar fyrstu andstæðingar á fimmtudagskvöld. Karfan.is ræddi við Sverri Þór Sverrisson þjálfara liðsins en mótið leggst vel í hann þrátt fyrir að Ísland renni nokkuð blint í sjóinn.
,,Þetta leggst vel í mig og við höfum náð að æfa vel síðan mótið kláraðist hér heima, undirbúningurinn hefur gegnið vel, allir heilir og klárir í verkefnið. Möguleikar okkar eru kannski óþekkt stærð á mótinu en við ætlum að leggja okkur fram og sjá hverju það skilar. Fyrirfram vitum við að Ísland og Noregur hafa verið áþekk lið á meðan hinar þjóðirnar hafa verið töluvert sterkari. Það eru nokkur ár síðan landsliðið var í gangi svo maður veit lítið hvar við stöndum gagnvart hinum liðunum og því verður þetta forvitnilegt."
 
Ísland hefur leik á fimmtudag gegn heimakonum í Noregi kl. 18:00 að norskum tíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma.
 
Hér er leikjadagskrá Ísland á NM A-landsliða kvenna í Noregi – ísl.-tími:
 
Fimmtudagur 24. maí
16:00 Ísland-Noregur
 
Föstudagur 25. maí
09:00 Ísland-Svíþjóð
17:00 Ísland-Danmörk
 
Laugardagur 26. maí
14:00 Ísland-Finnland
 
Íslenski hópurinn sem fer til Noregs:
 
Gunnhildur Gunnarsdóttir · Haukar · Nýliði
Helena Sverrisdóttir · Good Angels Kosice · 38
Pálína Gunnlaugsdóttir · Keflavík · 15
Petrúnella Skúladóttir · Njarðvík · 18
Margrét Kara Sturludóttir · KR · 9
Hildur Sigurðardóttir · Snæfell · 66
Helga Einarsdóttir · KR · 4
Sigrún Ámundadóttir · KR · 20
Hafrún Hálfdánardóttir · KR · 5
María Ben Erlingsdóttir · Valur · 33
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir · Njarðvík · 12
Ólöf Helga Pálsdóttir · Njarðvík · 3
 
Þjálfari: Sverrir Þór Sverrisson
Aðstoðarþjálfari: Anna María Sveinsdóttir
 
Fréttir
- Auglýsing -