spot_img
HomeFréttirSverrir Þór hættur hjá Grindavík

Sverrir Þór hættur hjá Grindavík

Sverrir Þór Sverrisson tjáði þeim Grindvíkingum í gærmorgun að hann komi til með að hætta þjálfun eftir að þessu tímabili líkur og baðst lausnar undan síðasta ári af samningi sínum. Sverrir hefur verið þjálfari Grindvíkinga síðustu þrjú tímabil en áður þjálfaði hann kvennalið Njarðvíkur. 

"Þetta er bara komið gott í bili en það er alveg á tandur hreinu að á næsta tímabili ætla ég mér að vera í algeru fríi.  Engar æfingar sem leikmaður eða þjálfari og er það líkast til í fyrsta skipti bara hreinlega síðan ég man eftir mér.  Ég lagði skóna á hilluna 35 ára og hef verið við þjálfun síðan þá og var fyrir það bæði í körfuboltanum og svo fótboltanum." sagði Sverrir sem virtist bara mjög ánægður með þessa ákvörðun. 

"Það er fyrst og fremst þakklæti sem kemur uppí hugann til Grindvíkinga og þess tíma sem ég eyddi hjá þeim. Þetta er alger topp klúbbur og í raun draumastaður til að þjálfa á. Öflugt fólk að vinna bakvið tjöldin og svo er liðið í fínum málum. Ég er ánægður með að hafa skilið eitthvað eftir mig þar en fyrst og fremst er það þakklæti fyrir það tækifæri sem ég fékk hjá þeim." sagði Sverrir Þór í snörpu viðtali við Karfan.is

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -