Sverrir Þór Sverrisson hefur ákveðið endanlega að hætta að spila körfuknattleik og snúa sér alfarið að þjálfun. Í gær var svo undirritaður 2ja ára samningur þess efnis að kappinn taki við kvenna liði UMFN. Sverrir er allskostar ekki óvanur þjálfun því hann gerði Keflavík að meisturum árið 2005.
Sverrir Þór átti fínu gengi að fagna í vetur sem spilandi aðstoðarþjálfari hjá Keflavík. Kappinn kom oft inná í leik liðs síns með þann baráttuanda sem vantaði uppá og því vissulega missir fyrir þá Keflvíkinga.
Hinsvegar er þetta hvalreki fyrir kvennadeild UMFN þar sem að Sverrir hefur sýnt það að hann er ákveðinn þjálfari sem hefur oftar en ekki skilað fínum árangri. Á heimasíðu UMFN segist Sverrir ætla að taka þátt í því að byggja upp sterkt framtíðar kvennalið í Njarðvík.



