spot_img
HomeFréttirSverrir: Leggjum allt í þetta og jöfnum seríuna

Sverrir: Leggjum allt í þetta og jöfnum seríuna

„Við þurfum auðvitað að fínstilla margt og mæta miklu stemmdari til leiks,“ segir Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur aðspurður um hvort hann komi til með að breyta einhverju í leikplani Grindavíkur fyrir fjórða úrslitaleikinn gegn KR í kvöld.
 
 
Heldur þú að umræðan vegna ummæla Ólafs eftir síðasta leik komi eitthvað til með að trufla einbeitinguna eða jafnvel bara auka hana?
 
„Held þessi umræða trufli okkur ekki, það mál er búið,“ sagði Sverrir en varðandi Grindavíkurliðið telur hann nauðsynlegt að virkja megináherslur liðsins.
 
„KR er hörkugott lið og þeir hljóta að reyna allt til að klára seríuna og sleppa við að fara í oddaleik. Það eru ekki margir veikleikar hjá KR en við þurfum að ná að virkja okkar megináherslur, það hefur ekki verið að ganga vel í þessum fyrstu leikjum en stóri sénsinn er í kvöld og við ætlum okkur að leggja allt í þetta og jafna seríuna.“
 
 
Grindavík-KR
Leikur 4 – kl. 19:15 í kvöld
Beint á Stöð 2 Sport
Bein tölfræðilýsing á KKÍ.is
Bein textalýsing á Karfan.is
 
Mætið tímanlega!

  
Fréttir
- Auglýsing -