spot_img
HomeFréttirSverrir er búinn að finna kana fyrir veturinn

Sverrir er búinn að finna kana fyrir veturinn

Nýráðinn þjálfari Njarðvíkur í Iceland Express-deild kvenna er búinn að finna kana fyrir veturinn en það er leikmaður að nafni Shayle Fields. Er þetta 23 ára gamall bakvörður sem kemur frá Norður-Karolínu háskólanum. Frá þessu er greint á Vísir.is en þar kemur einnig fram að Snæfell er búinn að finna sér leikmann fyrir veturinn í úrvalsdeild kvenna ásamt því að Helgi Jónas Guðfinnsson er búinn að velja kana fyrir veturinn hjá Grindavík.
Snæfell teflir fram hávöxnum Letta að nafni Inga Muciniece. Hún er 196 sm á hæð og því augljóst að hún mun styrkja lið Snæfells töluvert.
 
Á Vísir.is kemur fram að bæði lið eru að leita að fleiri erlendum leikmönnum. Njarðvík að evrópskum miðherja og Snæfell að bandarískum leikmanni.
 
Grindavík hefur ráðið bakvörð að nafni Andre Smith sem lék með George Mason háskólanum. Þessi leikmaður er mikil þriggja-stigaskytta og á met í bandaríska háskólanum að hafa hitt úr öllum tíu þriggja-stiga skotum sínum í einum leik. Hann lék í austurrísku B-deildinni í fyrra.
 
Liðin eru að byrja að tryggja sér erlenda leikmenn fyrir veturinn og því mynd að koma á mörg lið.
 
Heimild: Vísir.is
 
Mynd: Sverrir Sverrisson, nýráðinn þjálfari UMFN, er kominn með kana fyrir veturinn.
Fréttir
- Auglýsing -