spot_img
HomeFréttirSvendborg úr leik í Danmörku

Svendborg úr leik í Danmörku

Svendborg Rabbits eru úr leik í úrslitakeppninni í dönsku úrvalsdeildinni en þeir Arnar Guðjónsson þjálfari liðsins og landsliðsmaðurinn Axel Kárason urðu að lút í lægra haldi gegn Hörsholm 79ers, 3-1 í seríunni.

Fjórði leikur liðanna fór 72-90 þar sem Axel Kárason kom inn af bekknum, skilaði rúmum 25 mínútum og gerði 4 stig. Hörsholm heldur áfram og mætir deildarmeisturum Horsens IC í undanúrslitum en Horsens sat hjá í 8-liða úrslitum. Þá mætast Bakken Bears og Næstved í hinni undanúrslitarimmunni. 

Mynd/ Arnar Guðjónsson þjálfari Svendborg Rabbits.

Fréttir
- Auglýsing -