spot_img
HomeFréttirSvendborg lá heima og er 2-0 undir

Svendborg lá heima og er 2-0 undir

Bakken Bears tóku áðan 2-0 forystu gegn Svendborg Rabbits í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mættust á heimavelli Svendborgar þar sem lokatölur voru 70-85 Bakken í vil.

Stefan Bonneau lék ekki með Svendborg í kvöld þar sem hann séri sig á ökkla um helgina. Axel Kárason gerði 8 stig og tók 8 fráköst hjá Svendborg á liðlega 23 mínútum í kvöld en stigahæstur var Nana Harding með 23 stig og 4 stoðsendingar. Hjá Bakken var John Williamson með 20 stig komandi af bekknum.

Liðin mætast í sínum þriðja leik 13. apríl þar sem Svendborg verður að ná í sigur eða sætta sig við að fara í sumarfrí.

Fréttir
- Auglýsing -