Veganesti Svendborg Rabbits inn í úrslitakeppnina í dönsku úrvalsdeildinni hefði mátt vera betra. Svendborg lá þá heima gegn botnliði Stevnsgade SuperMen í lokaumferð deildarinnar. Lokatölur 58-59 fyrir Stevnsgade.
Axel Kárason náði ekki að skora fyrir Svendborg í leiknum en var með 4 fráköst og þá gerði Stefan Bonneau 10 stig og tók 4 fráköst fyrir Svendborg.
Svendborg lauk keppni í 5. sæti deildarinnar með 13 stig og 15 tapleiki og mætir því Team FOG Næstved í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en Næstved hafnaði í 4. sæti deildarinnar með jafn marga sigra og Svendborg en með betur innbyrðis.
Sjálf úrslitakeppnin hefst núna 20. mars en þar mætast:
Bakken Bears – Stevnsgade SuperMen
Horsens IC – Randres Cimbria
Hörsholm 79ers – SISU
Team FOG Næstved – Svendborg Rabbits
Vinna þarf 3 leiki í 8-liða úrslitum til að komast áfram í undanúrslit í dönsku úrvalsdeildinni.
Mynd af Facebook-síðu Svendborgar – Axel Kárason í baráttunni með Svendborg.



