spot_img
HomeFréttirSvendborg í undanúrslit og mætir Bakken

Svendborg í undanúrslit og mætir Bakken

Svendborg Rabbits eru komnir í undanúrslit dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Team Fog Næstved í 8-liða úrslitum. Svendborg vann þriðja og síðasta leikinn 91-97 á útivelli þar sem Nana Harding var stigahæstur með 27 stig. Stefan Bonneau bætti við 16 stigum og 5 fráköstum og þá var Axel Kárason með 2 stig og 5 fráköst.

Viðureign Bakken og Svendborgar hefst fimmtudaginn 6. apríl næstkomandi þar sem Bakken verður með heimaleikjaréttinn. Bakken varð deildarmeistari en Svendborg hafnaði í 5. sæti.

Fréttir
- Auglýsing -