spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaSvellköld Skagaseigla í sigri á Snæfelli

Svellköld Skagaseigla í sigri á Snæfelli

ÍA tók í kvöld á móti Snæfelli í einum af vesturlands slögum tímabilsins, en um var að ræða síðasta leik 15. umferð 1. deildar.  Sigur í leiknum skipti bæði liðin miklu máli, Skagamenn í baráttu um 5. Sæti og heimavallar réttinn í úrslitakeppninni og Hólmarar í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.

Liðin hituðu vel upp enda vetrar veður úti og -8 °C á Akranesi þegar leikurinn hófst.  Upphitunin virðist hafa virkað ágætlega en liðin skorðu bæði 20+ stig í fyrsta leikhluta og heimamenn héldu uppteknum allan leikinn á meðan mótvindur var í stigaskori gestanna sem fóru í gegnum þrjá næstu leikhluta með minna en 20 stig skoruð.  Lokatölur leiksins urðu 94 – 75 fyrir ÍA en þær gefa samt ekki alveg rétta mynd af leiknum.  Leikurinn var á köflum frekar jafn og þegar ÍA virtist vera að hrista Snæfell af sér komu Snæfellingar alltaf til baka og héldu lífi í leiknum.  Sóknarleikur ÍA fyrstu 5 mínútur fjórða leikhlutar hikstaði og Snæfell gekk á lagið minnkaði muninn í 7 stig en minni varð munurinn ekki og seiglu sigur Skagamanna staðreynd.

Gaman að segja frá því að:

Snæfell tók 44 fráköst á móti 33 fráköstum ÍA í leiknum

ÍA tók aðeins 5 sóknarfráköst í leiknum á móti 18 sóknarfráköstum Snæfells

Þrátt fyrir sóknarfrákastamun þá tók ÍA alls 61 skot í leiknum á móti 64 skotum Snæfells

ÍA tók 31 tveggja stiga skot í leiknum og 30 þriggja stiga skot auk 25 vítaskota

Snæfell tók 37 tveggja stiga skot og 27 þriggja stiga skot auk 33 vítaskota

Alls léku 9 leikmenn ÍA 14 mínútur eða meira

Alls léku 6 leikmenn Snæfells 22 mínútur eða meira

Tölfræði leiks

Myndasafn

Umfjöllun / HGH

Myndir / Jónas H. Ottósson

Fréttir
- Auglýsing -