spot_img
HomeFréttirSvekkjandi tap í kaflaskiptum leik

Svekkjandi tap í kaflaskiptum leik

Undir 20 ára lið kvenna leikur þessa dagana í A deild Evrópumótsins í Matosinhos í Portúgal.

Liðið lauk riðlakeppni mótsins í kvöld með 14 stiga ósigri gegn Lettlandi, 87-73. Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega og var lengst af skrefinu á undan í fyrri hálfleiknum. Í þeim seinni virtust þær ætla halda leiknum jöfnum og spennandi í upphafi, en þegar líða fór á þriðja fjórðung náði Lettland að snúa taflinu sér í vil og halda forskoti sínu í kringum 10 stig út leikinn. Líkt og áður á mótinu átti íslenska liðið í basli með lettneska liðið í kringum körfuna og voru þær gjarnar á að senda þær á línuna, Ísland með 19 víti tekin í leiknum á móti 42 hjá Lettlandi í leiknum.

Stigahæst fyrir Ísland í leiknum var Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 14 stig. Henni næst var Kolbrún María Ármannsdóttir með 13 stig og Anna María Magnúsdóttir bætti við 11 stigum.

Tölfræði leiks

Tapið var það þriðja í röð hjá liðinu í riðlakeppni mótsins og höfnuðu þær í 4. sæti riðils síns. Næst eru 16 liða úrslit hjá liðinu, en í þeim mun liðið mæta Hollandi komandi miðvikudag 6. ágúst.

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -