spot_img
HomeFréttirSvekkjandi tap í jöfnum leik

Svekkjandi tap í jöfnum leik

 

Byrjunarlið Íslands: Elín #4, Sylvía #6, Björk #8, Thelma #10, Emelía #11

 

Svíar opnuðu leikinn á þrist úr fyrstu sókninni en Emellía svaraði með körfu í fyrstu sókn Íslands. Okkar stelpur komu ákveðnar til leiks og fundu góðar leiðir að körfunni í sókninni og spiluðu flotta vörn sem skilaði sér í því að staðan efir fyrsta leikhluta 20:13 Íslandi í vil. Sylvía var þar öflug með 10 stig Íslands og liðið allt að spila flotta vörn.

 

Jafnræði var með liðunum í upphafi 2. leikhluta og mikil barátta beggja megin vallarins hjá báðum liðum en Svíar minnkuðu muninn í 22:21 fyrstu þrjár mínúturnar. Eftir það var munurinn aldrei meira en 2-3 stig Íslandi í vil út leikhlutann og jafnt var þegar flautað var til hálfleiks, staðan 33:33, og útlit fyrir spennandi seinni hálfleik.

 

Emelía hóf seinni hálfleik eins og þann fyrri með glæsilegri körfu og skoraði svo aftur í hraðaupphlaupi og staðan ennþá jöfn. Fljótlega eftir þetta fór að halla undan fæti hjá okkar stelpum í sókninni og lítið gekk að finna opin færi eða nýta opin færi sem fengust á meðan Svíar settu sín opnu skot hinu megin gegn svæðisvörn okkar. Auk þess voru stelpunar ekki að nýta vítin sín sem þær fengu sem gerði erfiðarar fyrir og niðurstaðan 9:20 í leikhlutanum fyrir Svía. Munurinn því 11 stig fyrir lokaleikhlutann. 

 

Skemmst er frá því að segja að þetta var það sem gerði útslagið í leiknum fyrir okkar stelpur því eftir jafnaf 4. leikhluta því lokaleikhlutinn fór 19:17 fyrir Svía.

 

Niðurstaðan svekkjandi tap þar sem sóknarleikur liðsins gekk ekki eins vel og í fyrstu tveim leikjunum á mótinu en U18 kvenna eiga nóg inni og hafa tækifæri á morgun gegn Eistlandi að sína sínar bestu hliðar á ný og eiga en tækifæri á að fara langt á mótinu.

 

Maður leiksins var Emelía Ósk Gunnarsdóttir, en hún skoraði 16 stig, tók 5 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 2 boltum í kvöld.

 

Tölfræði

Myndir

Fréttir
- Auglýsing -