spot_img
HomeFréttirSvekkjandi tap gegn Rúmeníu - Að duga eða drepast í næstu leikjum...

Svekkjandi tap gegn Rúmeníu – Að duga eða drepast í næstu leikjum Íslands

Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana í A deild Evrópumótsins í Heraklíon á Krít.

Í dag mátti liðið þola tap gegn Rúmeníu í fyrsta leik sínum í umspili um sæti 9 til 16 á mótinu, 72-57. Næst mun liðið því leika um sæti 13 til 16 á mótinu, en þar verður liðið að ná í sigur ætli þeir sér að halda sæti sínu í deildinni, þar sem sæti 14, 15 og 16 falla í b deildina.

Tölfræði leiks

Atkvæðamestur fyrir Ísland í dag var Hilmir Arnarson með 23 stig, 4 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Þá skilaði Lars Erik Bragason 12 stigum, 5 fráköstum og 3 stolnum boltum.

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -