spot_img
HomeFréttirSvekkjandi tap gegn Eistlandi í fyrsta leik stúlknanna á Norðurlandamótinu

Svekkjandi tap gegn Eistlandi í fyrsta leik stúlknanna á Norðurlandamótinu

Undir 16 ára lið stúlkna lék sinn fyrsta leik í dag á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi gegn Eistlandi.

Gangur leiks

Þrátt fyrir að leikur dagsins hafi farið nokkuð fjörlega af stað þá var ekki mikið skorað fyrstu mínúturnar, staðan 2-3 eftir fjögurra mínútna leik, liðin með sitthvora körfuna. Sóknarlega tók íslenska liðið við sér þá og með áframhaldandi sterkum varnarleik ná þær að byggja sér mest upp 8 stiga forskot í fyrsta leikhlutanum. Eistar ná þó að svara því og þegar að fjórðungurinn er á enda er munurinn aðeins 3 stig, 10-13. Snemma í öðrum leikhlutanum kemst Eistland svo yfir og nær að vera skrefinu á undan allt fram til loka fyrri hálfleiksins sem endar 34-22.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu Íslands í upphafi seinni hálfleiksins nær Eistland að halda í forystu sína út þriðja leikhlutann, en staðan fyrir lokaleikhlutann var 49-38. Með sterku áhlaupi um miðbygg fjórða leikhlutans ná þær íslensku að vinna forysti Eistlands minnst niður í 5 stig, 53-48. Lengra komust þær þó ekki og svo fór að lokum að Eistland sigraði með 5 stigum, 62-57.

Kjarninn

Ísland hefði vel getað unnið þennan leik í dag. Sýndu það á löngum köflum í leiknum að þær voru ekkert verri en andstæðingurinn. Hefðu þær haldið haus allar 40 mínúturnar hefðu þær unnið. Sterkari varnarlega í dag heldur en á sóknarhelmingi vallarins, en þær áttu nokkra kafla í leiknum þar sem að pressan þeirra gerði það að verkum að Eistland komst ekki yfir miðju. Spennandi verður að sjá hvernig liðið kemur til baka úr þessu tapi gegn Finnlandi á morgun.

Tölfræðin lýgur ekki

Eistland passaði boltann mun betur en ísland í leik dagsins. 43 tapaðir boltar á móti aðeins 30 töpuðum hjá Eistlandi.

Atkvæðamestar

Agne Fjóla Georgsdóttir var framlagshæst í íslenska liðinu í dag, skilaði 15 stigum úr aðeins 7 skotum af vellinum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum. Þá bætti Emma Hrönn Hákonardóttir við 16 stigum og 5 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -