Undir 16 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Istanbúl í Tyrklandi.
Í dag mátti íslenska liðið þola sex stiga tap gegn Sviss, þar sem Sviss leiddi frá byrjun til enda, 82-76. Þegar mest lét var íslenska liðið 21 stigi undir, en hótuðu því á lokamínútunum að stela sigrinum.
Stigahæstar fyrir Ísland í leiknum voru Berglind Hlynsdóttir með 25 stig, Arna Rún Eyþórsdóttir með 15 stig og Brynja Benediktsdóttir með 14 stig.
Liðið hefur því unnið einn leik og tapað tveimur það sem af er móti. Um helgina fær liðið frí og mæta þær næst liði Austurríkis á mánudag.
Upptaka af leiknum



