spot_img
HomeFréttirSvekkjandi 14 stiga tap gegn Sviss

Svekkjandi 14 stiga tap gegn Sviss

Undir 18 ára drengjalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Pitesti í Rúmeníu.

Í dag mátti liðið þola tap gegn Sviss, 81-95, í leik um 13 til 16 sæti mótsins. Næst mun liðið því leika lokaleik sinn á mótinu, upp á 15. sætið gegn Bretlandi á morgun sunnudag.

Stigahæstur fyrir Ísland í dag var Logi Guðmundsson með 18 stig. Honum næstir voru Thor Grisson og Patrik Birmingham með 15 stig hvor.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -