Þetta er sko ekkert aprílgabb en Sveitarfélagið Skagafjörður mun á morgun bjóða stuðningsmönnum Tindastóls upp á fríar sætaferðir til Hafnarfjarðar á aðra undanúrslitaviðureign Hauka og Tindastóls í Domino´s-deild karla.
Farið verður frá Síkinu kl. 14:00 en skráningar fara fram á [email protected]
Í viðburði Tindastólsmanna á Facebook segir einnig:
Núna eru engar afsakanir teknar gildar, eins og stuðningssveitin myndi orða þetta…STÖNDUM UPP FYRIR SKAGAFJÖRÐ, STÖNDUM UPP FYRIR SKAGAFJÖRÐ..
ÁFRAM TINDASTÓLL.



