spot_img
HomeFréttirSveinn Ómar: Ég hugsaði bara um að sækja að körfunni

Sveinn Ómar: Ég hugsaði bara um að sækja að körfunni

09:30

{mosimage}
(Sveinn Ómar Sveinsson hefur skorað 13.7 stig og
 tekið 7.3 fráköst fyrir Hauka í vetur)

Haukar unnu KFÍ í gærkvöldi í 1. deild karla 85-86 og tryggðu sér um leið sæti í úrslitakeppni 1. deildar karla. Sigur Hauka gat ekki verið tæpari en Haukar skoruðu sigurkörfuna þegar níu sekúndur voru eftir. Þar var Sveinn Ómar Sveinsson að verki en hann hefur spilað mjög vel síðan hann snéri til Hauka á ný eftir nokkurra mánaða veru í Stjörnunni.

Sveinn Ómar fékk boltann í lokasókninni snéri varnarmann KFÍ af sér og lagði boltann ofaní. Hann sagði við Karfan.is að vissi að skammt var til leiksloka og liðið þurfti körfu. ,,Ég hugsaði bara um að sækja að körfunni og klára leikinn nr. 1. 2. og 3,” sagði Sveinn Ómar. ,,Ég vissi að það voru einhverjar 5-7 sekúndur eftir,” en Sveinn Ómar skildi níu sekúndur eftir á klukkunni.

Haukar mæta annað hvort FSu eða Val í úrslitakeppninni og Sveinn Ómar sagði sposkur að skipti engu máli hvaða lið þeir fengu. Þeir myndu klára verkefnið. ,,Næstu andstæðingar. Það skiptir engu máli við vinnum bæði lið.”

Leikurinn var harður og tekið á því. Sveinn Ómar sagði þetta vera einn mesta baráttuleik sem hann hafði tekið þátt í. ,,Þvílíkur baráttuleikur, þvílík barátta í okkur í seinni hálfleik og sérstaklega í fjórða leikhluta,” sagði Sveinn Ómar en Haukar hafa verið að klára leiki sína á endasprettinum að undanförnu. ,,Við höfðum trú á að við myndum vinna leikinn og það skipti engu hvað var mikið eftir. Við ætluðum að klára leikinn.”

Umfjöllun um leik Hauka og KFÍ fyrr í vetur:
Umfjöllun um leik KFÍ og Hauka frá því í gærkvöldi:

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -