spot_img
HomeFréttirSveinbjörn: Það þurfti nokkur aukakíló í hópinn

Sveinbjörn: Það þurfti nokkur aukakíló í hópinn

Þórsarar tóku á móti ÍR í Þórlákshöfn í 8. umferð Domino’s deildar karla. Það var þokkalega mætt í stúkuna og gaman að sjá stuðningsmenn ÍR leggja leið sína suður. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleiknum og munurinn fór aldrei yfir sex stig í hálfleiknum.

Munurinn á liðunum var eitt stig þegar lokafjórðungurinn hófst og eitt stig þegar fimm mínútur lifðu leiks. ÍR gerði svakalega vel á lokamínútunum en lokatölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar reyndu ótímabær skot í restina og ÍR svöruðu með góðum körfum. Annar útisigur ÍR í vetur og báðir hafa komið gegn Þór.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við leikmann ÍR, Sveinbjörn Claessen, eftir leik í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn.

Fréttir
- Auglýsing -