spot_img
HomeFréttirSveinbjörn og Ragnar til liðs við Hött á Egilsstöðum

Sveinbjörn og Ragnar til liðs við Hött á Egilsstöðum

12:26
{mosimage}

 

(Sveinbjörn Skúlason) 

 

Þeir Sveinbjörn Skúlason og Ragnar Ólafsson hafa ákveðið að ganga til liðs við Hött á Egilsstöðum. Sveinbjörn fer til Hattar frá Þór úr Þorlákshöfn en Ragnar er að byrja aftur í körfunni eftir hlé. Þetta staðfesti Sveinbjörn í dag í samtali við Karfan.is

 

Þór Þorlákshöfn hafnaði í 7. sæti 1. deildar á síðustu leiktíð þar sem Sveinbjörn lék 15 deilarleiki með liðinu og gerði þar að jafnaði 12,1 stig í leik. ,,Ég ætlaði mér nú bara að fara á sjó í vetur en svo höfðu Hattarmenn samband við mig svo við Ragnar kíktum austur í heimsókn,” sagði Sveinbjörn en honum leist vel á aðstæður fyrir austan.

 

,,Hattarmenn stefna að því að tefla fram sterku liði og við erum ekki að fara þangað til að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum og forsvarsmenn liðsins eru alveg á sömu blaðsíðu og við í þeim efnum,” sagði Sveinbjörn sem kvaðst spenntur að vinna með þjálfaranum Jeff Green í vetur og hlakkaði til að sjá hvað Jeff kæmi með í farteskinu til Egilsstaða.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -