spot_img
HomeFréttirSveinbjörn: Ég ætla að spila í vetur

Sveinbjörn: Ég ætla að spila í vetur

09:30

{mosimage}
(Sveinbjörn á Miklatúní í gær)

Sveinbjörn Skúlason, leikmaður Þórs í Þorlákshöfn, sagði í samtali við Karfan.is að hann ætli að spila í vetur. Hann er að jafna sig eftir krossbandsslit en hann sleit krossbandið síðastliðið sumar og missti þar af leiðandi af öllu tímabilinu.

Sveinbjörn vildi þó ekki gefa það upp hvar hann spili en væri samt ákveðin í því að spila. ,,Ég er ekki búinn að ákveða mig hvar ég spila næsta vetur. Ég er ennþá að jafna mig á meiðslunum og það tekur ákveðin tíma eftir svona krossbandsslit. Ég hef verið að styrkja mig fyrir næsta vetur,” sagði Sveinbjörn og tók það fram að Þór kæmi sterklega til greina þó ekkert væri ákveðið.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -