spot_img
HomeFréttirSveinbjörn áminntur fyrir brottreksturinn

Sveinbjörn áminntur fyrir brottreksturinn

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tók fyrir nokkur mál í dag og m.a. mál þar sem Sveinibirni Claessen var vísað út úr húsi í viðureign ÍR og Snæfells í Domino´s deild karla. Sveinbjörn hlýtur ekki leikbann fyrir brottreksturinn heldur áminningu og missir því ekki af neinum leik vegna brottrekstursins gegn Snæfell.
 
 
 
Á heimasíðu KKÍ segir:
 
 
Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir nokkur mál í dag á fundi sínum.
 
 
“Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 4/2013-2014.
Með vísan til ákvæðis c. liðar 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Hugi Hólm Guðbjörnsson, KR, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar eftir leik Fjölnis og KR í Íslandsmóti – drengjaflokki, sem fram fór þann 9. nóvember 2013″
 
 
“Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 5/2013-2014.
Með vísan til ákvæðis b. liðar 13. gr., sbr. 4. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Jóhannes A. Kristbjörnsson, þjálfari Njarðvíkur, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Íslandsmóti – drengjaflokki, sem fram fór þann 12. nóvember 2013″
 
 
“Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 6/2013-2014.
Með vísan til ákvæðis a. liðar 13. gr., sbr. 4. mgr. 6. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sveinbjörn Claessen, ÍR, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik ÍR og Snæfells í úrvalsdeild karla, sem fram fór þann 14. nóvember 2013″
 
 
Mynd/ [email protected] – Sveinbjörn í leiknum umrædda gegn Snæfell
Fréttir
- Auglýsing -