spot_img
HomeFréttirSveinbjörn: Á góðum degi vinnum við öll lið

Sveinbjörn: Á góðum degi vinnum við öll lið

11:33
{mosimage}

(Sveinbjörn stígur út Jóhann Ólafsson í viðureign liðanna í gær) 

Sveinbjörn Claessen reyndist þrautgóður á raunastund í Röstinni í gær. Burðarhlutverkunum í liði ÍR var bróðurlega skipta á milli hans og Nate Brown. Nate beit og Claessen kláraði! Brown reyndist Grindavík illur viðureignar og fyrir vikið losnaði stundum vel um aðra leikmenn liðsins og í framlengingunni í Grindavík í gær nýtti Sveinbjörn það vel að Brown skyldi vera í strangri gæslu. ÍR hafði tvö góð stig gegn Grindavík með 105-107 sigri á gulum í framlengingu í Röstinni og Sveinbjörn gerði sex síðustu stig ÍR í leiknum með tveimur mikilvægum þriggja stiga körfum. 

,,Maður verður bara að skjóta svona skotum og annað hvort detta þau eða ekki, það er bara að hrökkva eða stökkva,” sagði Sveinbjörn kátur í leikslok í samtali við Karfan.is. ÍR lék án Hreggviðar Magnússonar í gær en hann er einn stigahæsti leikmaður liðsins. ,,Hreggviður hefur t.d. áður sagt það í viðtölum að liðið er að slípast betur saman og þó hákarlinn Hreggviður hafi ekki verið með gegn Grindavík sýndum við það að á góðum degi þá vinnum við öll lið.” 

Leikurinn í Grindavík var vissulega spennandi en miðað við jafnan leik sem fór í framlengingu var hann einhvern veginn of lágstemmdur, hverju sætir? ,,Það vantaði einhvernveginn risið í leikinn, þetta var spennandi toppleikur en rislaus. Þetta var bara einn af þessum leikjum og erfitt að koma fingri á það nákvæmlega hvað vantaði,” sagði Sveinbjörn en óhætt er að segja að leikurinn hafi ekki verið jafn spennandi og margir hefðu búist við af svona lokaspretti.  

,,Nú ætlum við okkur 6. sæti í deildinni og vonandi komumst við hærra, það er alveg möguleiki á því en við stefnum að því að úrslitakeppnin verið sá tími sem við toppum,” sagði Sveinbjörn en hvað sér hann í spilunum framundan? 

,,Ég sé ekki margt bjarga Hamri og Fjölnir á nokkuð erfiða leiki fyrir höndum. Mér finnst Keflavík með besta liðið í dag fyrir utan okkur en þegar í úrslitakeppnina er komið verður þetta spurning um hvaða lið verði að toppa á réttum tíma ot vonandi verður það ÍR,” sagði Sveinbjörn sem gerði 21 stig fyrir ÍR í gær og tók 4 fráköst.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -