19:10
{mosimage}
Ísfirðingar fóru í Vogana í dag og mættu þar fyrir heimamönnum í Þrótti. Þetta var annar leikur beggja liða í deildinni en bæði lið höfðu tapað sínum fyrsta.
Þróttarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 11-0 áður en Ísfirðingar rönkuðu við sér, en þeir skoruðu sín fyrstu stig þegar um 4 mínútur voru liðnar af leiknum. Þróttarar voru þó ekki hættir og komust mest í 14 stiga mun, 18-4, og leiddu 20-9 í lok leikhlutans.
Borce Ilievsci, þjálfari KFÍ, las aldeilis pistilinn yfir sínum mönnum í leikhléinu enda mætti allt annað lið til leiks í byrjun annars leikhluta. KFÍ byrjaði leikhlutann 10-2 og minnkuðu muninn í 22-19. Þeir náðu svo forystunni í fyrsta sinn í stöðunni 27-29 með þristi frá Zeko Dragojlovic en Ragnar Ragnarsson náði forustunni þó aftur fyrir Þróttara í lokin með tveimur körfum. Staðan í hálfleik 33-32.
{mosimage}
Í þriðja leikhluta var mikið jafnræði með liðunum og var munurinn aldrei mikill. KFÍ náði þó forystunni fljótt með góðum leik miðherjans Bojan "Bóbó" Popovic sem skoraði 12 af 14 stigum KFÍ í leikhlutanum.
Fjórði leikhluti var svo algjör eign KFÍ sem skoruðu 23 stig á móti einungis 6 stigum Þróttara á fyrstu 7 mínútunum og komust í 52-71. Þróttarar náðu aðeins að klóra í bakann undir lokin en fyrsti sigur Ísfirðinga á tímabilinu staðreynd. Lokastaðan 61-72.
{mosimage}
(Borce stjórnaði KFÍ til sigurs í dag)
Hjá Þrótturum var Grétar Garðarsson stigahæstur með 15 stig en Ragnar Skúlason og Ragnar Ragnarsson komu næstir með 9 stig hvor.
Hjá KFÍ var Bojan Popovic allt í öllu en hann skoraði 28 stig, þar af 4 þriggja stiga körfur úr 5 skotum.
Frétt: [email protected]
Myndir: [email protected]



