spot_img
HomeFréttirSveiflukendur leikur í Hveragerði og þriðji sigur Fjölnis í röð!

Sveiflukendur leikur í Hveragerði og þriðji sigur Fjölnis í röð!

Fjölnir mættu austur fyrir fjall með tvo góða en nauma sigra í röð í farteskinu og staðaráðnar í því að slíta sig 4 stigum frá Hamri í fallbaráttunn í Iceland Express deild kvenna.
 
Heimastúlkur voru ekki eins fljótar úr startholunum og settu aðeins 4 stig á móti 16 stigum þeirra gulklæddu og kátt hjá fylgdarliði Fjölnis á pöllunum. 1 leikhluti var allur á sama veginn og ekki gékk rófan hjá heimastúlkum sem voru undir 16-23 að honum loknum.
 
Áfram hélt Fjölnir eins og frá var horfið og náðu mest 15 stiga forustu, 21-36. Þá fóru skotin loksins að detta betur hjá heimastúlkum og þær settu næstu 9 stig áður en Bragi tók leikhlé hjá Fjölni. Ekki gékk betur eftir leikhlé og Hamar minnkaði muninn fyrir hálfleik í 34-38. Brittney var með Samantha í stífri dekkningu og Fjölnir átti flestöll fráköst í fyrri hálfleik.
 
Fjölnir tók smá kipp eftir hlé og náði 9 stiga forustu, 42-51 en þá tók heimaliðið við sér, skoraði síðustu 6 stig 3ja leikhluta og gott betur þar sem þar sem þær settu næstu 12 stigin á móti 1 stigi Fjölnis í byrjun 4.leikhluta og staðan vænleg 59-52. Á þessum kafla fékk Fjölnir dæmt á sig í tvígang ásetningsvillu og allir Fjölnis-menn og konur mjög svo óhress með gang mála!
 
Þegar sléttar 5 mínútur lifðu leiks setti Katherine 2 víti ofnaí og 63-55 en Jessica Bradley setti lay-up hinumegin áður en Íris setti þrist og heimamenn héldu að leikurinn væru að detta heimastúlkum í hag en annað átti eftir að koma á daginn. Fjölnir skorar 10 stig í röð og 66-65! Samantha setur 2 stig og víti að auki og staðan er 69-65 og um 3 mínútur eftir. Hér var Fjölnir kominn með skotrétt og Hamar ákveður að pressa og fær villu sem var nokkuð óskiljanleg. Allt svo ákvörðunin um að pressa og ákvörðun dómara um villu sem heimamenn mótmæltu sem vitanlega þýddi ekkert. Fjölnir gékk á lagið þegar heimastúlkur hættu algerlega að hitta og Katherine og Fanney áttu 2 skot hvor sem dönsuðu út af hringnum meðan Fjölnir náði stigi í hverri sókn og kláruðu leikinn. Þær breyttu stöðunni úr 69-65 í 69-75 áður en Hamar setti 2 stig þegar 12 sekúndur voru eftir en sigurinn í höfn fyrir gestina.
 
Best hjá Fjölni var Jessica með 24 stig og 17 fráköst og fiskaði 7 villur á heimatúlkur en spilaði villulaus. Britney var með sín 30 stig og 9 stoðsendingar, Katina Mandylaris 10/20 fráköst, Birna Eiríksdóttir 5, Bergdís Ragnarsdóttir 4/4 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Erla Sif Kristinsdóttir 2.
 
Hjá Hamri var Katerine með 18 stig/10 stoðsendingar og 6 stolna bolta en skotnýtingin aðeins 25% utan vítaskotanna sem öll fóru ofaní. Fanney átti góðan leik með 19 stig og Marín var með 16 stig/15 fráköst. Íris Ásgeirsdóttir 7 stig, Samantha Murphy 7/5 fráköst, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4/5 fráköst.
 
Hamar-Fjölnir 71-77 (16-23, 18-15, 14-13, 23-26)?Fjölnir vann frákastarimmuna 52-34.
Hamar var með 35% skotnýtingu á móti 44% hjá Fjölni.
Samantha Murphy var með 3 af 10 tveggjastiga skotum ofaní og engan þrist og munar um minna fyrir Hamarsliðið.
 
Nú á Hamar aðeins von um að forðast fall með sigrum á móti Val (úti) og Haukum (heima) en þá þurfa Fjölniskonur einnig að tapa báðum sínum leikjum sem eftir eru, Njarðvík (heima) og Snæfell (úti). Fjölniskonur ætla sér örugglega ekki að falla aftur líkt og síðasta vor og það ber að taka hattinn ofan fyrir Grafarvogsliðinu að taka slaginn í Iceland Express deildinni í ár þegar Grindavík völdu að segja sig niður í 1.deild! Viðurlögin við að segja sig niður um deild eru engin en umbunin hjá Fjölni er aftur á móti miklu stærri og rétt handan við hornið.
 
Mynd/ Karl West: Brittney Jones fagnaði vel og innilega í leikslok
 
Umfjöllun/ Anton Tómasson 
Fréttir
- Auglýsing -