spot_img
HomeFréttirSvavar tekur við Íslandsmeisturum Tindastóls - Pavel í veikindaleyfi

Svavar tekur við Íslandsmeisturum Tindastóls – Pavel í veikindaleyfi

Þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls Pavel Ermolinski er farinn í veikindaleyfi. Staðfestir félagið þetta með færslu á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Samkvæmt félaginu mun Svavar Atli Birgisson tímabundið taka við stjórn liðsins, en honum til aðstoðar verður Helgi Freyr Margeirsson. Félagið biður fjölmiðlafólk um að sýna Pavel tillitssemi í umfjöllun sinni um þessar breytingar og virða friðhelgi hans í bataferlinu. Enn frekar er tekið fram að félagið mun ekki tjá sig frekar um málið á næstunni.

Fréttir
- Auglýsing -