spot_img
HomeFréttirSvavar: Maður verður alltaf sveitalubbi

Svavar: Maður verður alltaf sveitalubbi

13:26
{mosimage}

 

(Svavar er ekki þekktur fyrir eftirgjöf! Síður en svo.) 

 

Svavar Páll Pálsson mun taka slaginn með Hamri í 1. deildinni á næstu leiktíð en þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við Karfan.is í dag. Svavar lék aðeins 13 deildarleiki með Hamri í fyrra en það tók hann drjúgan tíma að jafna sig eftir aðgerð á öxl sem hann fór í síðastliðinn ágúst. Þetta eru góð tíðindi fyrir Hamar sem þegar hafa misst frá sér leikstjórnandann Lárus Jónsson í nám erlendis og Viðar Jónsson í Laugdæli.

 

,,Þú getur tekið manninn úr sveitinni en maðurinn verður alltaf sveitalubbi,” sagði Svavar léttur í bragði. ,,Ég verð áfram með Hamri en það er svo fínt að taka sér rúnt á kvöldin og hreinsa hugann frá vinnunni,” sagði Svavar sem vinnur hjá HRV Verkfræðistofu í Reykjavík og keyrir því á milli til æfinga og leikja. ,,Þetta er bara spurningin um að bruna eitthvað út í bláinn eins og Bubbi en ég er samt ekki á Range Rover,” sagði Svavar kíminn.

 

Svavar lék aðeins 13 deildarleiki með Hamri í fyrra sökum aðgerðarinnar á annarri öxlinni en í þessum leikjum gerði hann 10,5 stig að meðaltali í leik og mátti þola að falla í 1. deild með Hamri. ,,Það uppgötvaðist ekki fyrr en síðasta sumar að ég þyrfti að fara í aðgerð til að laga þetta en ég fór úr axlarlið á þarsíðasta tímabili, skömmu fyrir jól, þegar við vorum að spila í Borgarnesi. Öxlin er orðin nokkuð góð og ég hef m.a. verið hjá einkaþjálfara svo öxlin á að vera komin í gott form,” sagði Svavar og bjóst við því að það yrði hans verk og Marvins Valdimarssonar að leiða Hamar áfram í 1. deildinni.

 

,,Gústi (Ágúst Björgvinsson) er fantagóður þjálfari og við Marvin verðum þarna áfram og vitum hvernig boltinn gengur. Hjá okkur er helling af ungum strákum og ég verð eitthvað í því að berja á Ragga stóra (Ragnar Nathanaelsson). Það verður mikil hjálp í Ragga og hann hefur bætt sig mikið og er vel byggður í þetta karlinn,” sagði Svavar sem augljóslega ætlast til mikils af Ragnari í náinni framtíð.

 

,,Ég geri ráð fyrir því að einhverjir fleiri komi til liðs við okkur en það er kannski ekki komið á hreint hvernig það verður, hverjir það verði og hvenær en ég tel okkur vera í góðum málum,” sagði Svavar í samtali við Karfan.is í dag.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -