spot_img
HomeFréttirSvavar bað formanninn að geyma bikarinn

Svavar bað formanninn að geyma bikarinn

Sé tekið mið af þeim tíðindum sem berast af lokahófi Tindastóls er ljóst að reynsluboltinn og stigahæsti leikmaður félagsins frá upphafi, Svavar Atli Birgisson, ætlar í annan slag með Stólunum á næstu leiktíð. Á lokahófi félagsins sem haldið var á dögunum fékk Svavar afhentan bikar sem stigahæsti leikmaður félagsins frá upphafi í efstu deild og úrslitakeppni með 3378 stig.

Á heimasíðu Tindastóls segir:

Svavari Birgissyni var afhentur bikar sem stigahæsta leikmanns félagsins frá upphafi í efstu deild og úrslitakeppni 3378 stig. Svavar lyfti bikarnum og skoðaði hann en skilaði honum svo aftur til formannsins og bað hann um að geyma hann að minnsta kosti í eitt ár í viðbót. Gamli refurinn hefur semsagt ekki sagt sitt síðasta með Tindastól.

Á lokahófinu var Pétur Rúnar Birgisson valinn besti leikmaður liðsins í meistaraflokki karla og Bríet Lilja Sigurðardóttir valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna. 

Hér má lesa nánar um lokahóf Tindastóls

Fréttir
- Auglýsing -