Ísland lék síðasta leik sinn í riðlakeppni B- deildar evrópumótsins í dag er liðið mætti Búlgaríu. Fyrir leikinn var Ísland í bílstjórasætinu um sæti í átta liða úrslitum en tap í leiknum myndi setja Búlgaríu fyrir ofan Ísland. Því var ljóst að mikið var undir í þessum leik.
Íslenska liðið var mun sterkara í fyrri hálfleik. Liðið leiddi 26-14 eftir fyrsta leikhluta og 54-38 í hálfleik. Sérstaklega döpur frammistaða í þriðja leikhluta kom Búlgaríu þó aftur í leikinn. Ísland var einungis með níu stig í leikhlutanum og munurinn allt í einu orðin eitt stig Íslandi í vil þegar fjórði leikhluti hófst.
Búlgaría virtist vera að missa af Íslenska liðinu en Ísland leiddi 72-66 þegar fjórar mínútur voru eftir. Við tók 8-2 áhlaup Búlgaríu og leikurinn hnífjafn. Búlgaría tryggði sigurinn með körfu þegar 55 sekúndur voru eftir en tilraunir Íslands til að vinna leikinn undir lok hans urðu að engu. Lokastaðan 77-76 grátlegt tap gegn Búlgaríu því staðreynd og missti liðið því af átta liða úrslitum með minnsta mögulega mun.
Hilmar Pétursson átti frábæran leik fyrir Ísland, hann endaði með 18 stig, 5 stoðsendingar og 6 fráköst. Auk þess átti Bjarni Guðmann Jónsson enn einn sterka leikinn fyrir Ísland. Hann endaði með 13 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar, einn varin bolta og hitti úr öllum skotum sínum í leiknum.
Tapið þýðir að Ísland endaði í þriðja sæti B-riðils og keppir því um sæti 9-16 á næstu dögum. Á föstudaginn mætir Ísland Svíþjóð sem endaði í fjórða sæti A-riðils. Leikurinn fer fram kl 15:15 á íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hér á Karfan.is.