Íslenska U18 ára kvennalandsliðið mátti áðan fella sig við súran ósigur gegn Danmörku í Evrópukeppni B-deildar sem nú fer fram í Rúmeníu. Lokatölur voru 85-87 fyrir Danmörk sem gerðu sigurstig leiksins af vítalínunni þegar ein sekúnda var til leiksloka.
Sara Rún Hinriksdóttir átti enn einn stórleikinn með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og þær Bríet Sif Hinriksdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir bættu báðar við 12 stigum hver.
Ísland heldur nú inn í milliriðil með Bosníu og Rúmeníu þar sem leikið verður um sæti 9-17 á mótinu en leikið er um öll sæti mótsins.
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á síðunni okkar. Með því að nota síðuna okkar samþykkir þú notkun vafraköku.
Þessi vefsíða notar vafrakökur
Vefsíður geyma vafrakökur til að auka virkni og sérsníða upplifun þína. Þú getur stjórnað stillingum þínum, en að loka fyrir sumar vafrakökur getur haft áhrif á afköst og þjónustu síðunnar.
Essential cookies enable basic functions and are necessary for the proper function of the website.
Name
Description
Duration
Cookie Preferences
This cookie is used to store the user's cookie consent preferences.