19:08
{mosimage}
Níu leikir verða á dagskrá í NBA deildinni í nótt og verður viðureign Seattle Supersonics og Memphis Grizzlies í beinni útsendingu hjá NBA TV kl. 03:00 að íslenskum tíma. Flestra augu munu líkast til beinast að nýliðanum efnilega Kevin Durant sem var valinn annar í nýliðavalinu í sumar. Durant hefur sennilegast verið það eina jákvæða við leik Supersonics upp á síðkastið en hann sallaði niður 27 stigum, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar gegn Sacramento Kings á dögunum.
Aðrir leikir næturinnar:
Toronto-Orlando
Philadelphia-Charlotte
Atlanta-Phoenix
Indiana-LA Clippers
Boston-Denver
San Antonio-Miami
Utah-Cleveland
Portland-New Orleans



