spot_img
HomeFréttirSuper JaMario

Super JaMario

09:13

{mosimage}

 

(Jamario Moon) 

 

Hversu magnaður leikmaður er Ránfuglinn Jamario Moon? Gjörsamlega afskrifaður mætir hann svellkaldur í deildina og varpar skugga á alla þessa yngri nýliða. Fyrir utan kannski Kevin Durrant er þessi 27 ára gamli framherji klárlega heitasti nýliðinn í ár.  Klassa varnarmaður – fráköst, stolnir bolta, varðir boltar – hann er með þetta allt saman.  Sem bónus er hann svo að salla niður stigum í sókninni.

 

Eftir að hafa ekki verið valinn í NBA draftinu 2001 fór hann og spilaði minor league bolta í 6 ár með 10 liðum auk þess sem hann túraði einnig með Harlem Globetrotters. Í sumar gerði hann svo aðra tilraun við NBA þar sem hann spilaði með Toronto Raptors á æfingamóti. Þar hrifust menn af honum og sömdu við hann til tveggja ára. 

 

Á þessum tímapunkti virtist þó álíka líklegt að hann væri að fara að fá mínútur hjá Toronto og Donniell Harvey hjá Utah (sem fór í staðinn til Tyrklands og spilaði á móti KR).

 

En hann fékk sénsinn gegn Chicago Bulls í byrjun leiktíðar þar sem hann skilaði 12 stigum, 6 fráköstum, 3 stolnum boltum og 1 blokkuðu skoti á einhverjum 20 mínútum.  Eftir það var ekki aftur snúið og hefur hann fest sig í sessi í byrjunarliði Toronto liðsins og skilað virkilega góðum mínútum. Hann sýndi það svo núna 25. nóvember að hann kann greinilega sérstaklega vel við sig gegn Chicago þar sem hann skilaði enn betri tölum en í fyrsta leiknum: 15 stig, 9 fráköst, 6 blokkuð og 3 stolnir.  Ágætis tölfræði hjá einum allra launalægsta leikmanni deildarinnar.

Hvet menn til að fylgjast vel með honum og sjá hvort hann haldi áfram að spila svona vel. Þá mun Durrant kannski fá challenge í Rookie of the Year kjörinu.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -